Viðskipti erlent

Krefja flugfélög um 310 milljarða í skaðabætur

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/DbScghenker
Schenker AG, dótturfélag þýska járnbrautarfyrirtækisins Deutsche Bahn AG (DB), ætlar að krefja nokkur flugfélög um allt að 2,5 milljarða dollara, um 310 milljarða króna, í skaðabætur fyrir verðsamráð á heimsvísu. Um tvö mál er að ræða því umrædd flugfélög voru fundin sek um samráð bæði í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu.

Schenker AG er síðasta alþjóðlegi flutningsaðilinn sem lögsækir flugfélagin en þau voru fundin sek um í kringum bandarísk lög með því að ofrukka fyrir vörusendingar frá og innan Norður-Ameríku. Sakborningar í málinu játuðu á sig sök í málflutningi dómsmálaráðuneytisins.

Ellefu flugfélög í Þýskalandi eru sökuð um sama samráð sem hafði áhrif á flutninga um allan heim. Þegar höfðu nokkur þeirra náð sáttum við hósóknaraðila sem og einstaka kröfuhafa í Bandaríkjunum. Schenker AG samþykkti að sættast við nokkur flugfélög en dró sig út úr sáttagerðinni við áðurnefnd flugfélög þegar kom að hóplögsókninni.

Flugfélögin eiga yfir höfði sér skaðabótakröfu upp á allt að 370 milljónir dollara í Bandaríkjunum og 2,19 milljarða dollara í Þýskalandi auk vaxtagjalda. Skaðabæturnar í Bandaríkjunum gætu hækkað um 1,1 milljarð dollara, eftir niðurstöðu dómstóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×