Handbolti

Dagur og Geir mætast í grannaslag í Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geir Sveinsson, þjálfari Magdeburg.
Geir Sveinsson, þjálfari Magdeburg. Vísir/Getty
Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson mætast með lið sín í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld er grannliðin Magdeburg og Füchse Berlin eigast við.

Þjálfararnir tveir eiga margt sameiginlegt en báðir léku þeir vitaskuld lengi með Val. Geir var þar að auki þjálfari liðsins um tíma og Dagur gegndi hluti framkvæmdarstjóra áður en hann tók við liði Füchse Berlin.

Báðir hafa þjálfað lið Bregenz í Austurríki en Geir hélt til Magdeburg í sumar eftir að hafa þjálfað austurríska liðið í tvö ár.

Liðin eru á sömu slóðum í deildinni en Magdeburg er í fimmta sætinu með nítján stig og Füchse Berlin í því sjötta með átján. Þau eru þó nokkuð frá toppliðum Rhein-Neckar Löwen og Kiel sem eru bæði með 28 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×