Handbolti

Füchse Berlin staðfestir viðræður við Erling

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Leit Füchse Berlin að eftirmanni Dags Sigurðssonar heldur áfram en Bob Hanning, framkvæmdartjóri félagsins, hefur staðfest að Erlingur Richardsson sé einn þjálfaranna sem kemur til greina.

Erlingur er í dag þjálfari austurríska liðsins West Wien en Hanning segir að hann sé einn sextán þjálfara sem félagið hafi rætt við um að taka við þjálfun liðsins í sumar.

Dagur Sigurðsson tók fyrir tímabilið við þjálfun þýska landsliðsins og lætur af störfum með Füchse Berlin í sumar. Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að Erlingur kæmi til greina í starfið.

„Ég vil klára þetta mál áður en HM hefst í janúar, svo að vinna geti hafist við að vinna í leikmannamálum næsta tímabils,“ sagði Hanning í samtali við þýska fjölmiðla.

Spænski þjálfarinn Juan Carlos Pastor hefur hafnað starfinu þar sem að hann er samningsbundinn Pick Szeged í Ungverjalandi.

„Þetta er erfið ákvörðun,“ sagði Hanning og bætti við að hann leitaði ráða hjá Degi um ráðningarferlið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×