Körfubolti

Martin og Martin áttu sviðið í öðrum sigri LIU | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Hermannsson í varnarvinnunni.
Martin Hermannsson í varnarvinnunni. vísir/getty
Eftir sex töp í fyrstu sex leikjum liðsins í 1. deild bandaríska háskólakörfuboltans eru Svartþrestirnir í LIU-háskólanum nú búnir að vinna tvo leiki í röð.

LIU fylgdi eftir góðum útsigri gegn Maine með fyrsta heimasigrinum í gærkvöldi þegar Brooklyn-liðið vann New Jersey IT, 65-49.

Gestirnir frá New Jersey komust yfir, 37-35, þegar rúmar 16 mínútur voru eftir, en þá tóku heimamenn öll völd á vellinum, skoruðu 25 stig gegn sex og komust 17 stigum yfir, 60-43. Eftir það var aldrei spurning um hvort liðið myndi hafa sigurinn.

Gerrell Martin, leikmaður á elsta ári hjá LIU Blackbirds, var stigahæstur heimamanna með 15 stig og 4 fráköst, en Martin Hermannsson spilaði frábærlega og skoraði 12 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst.

Elvar Friðriksson átti einnig mjög góðan leik, en leikstjórnandinn skoraði 8 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hann hitti úr þremur af sex skotum úr teignum og Martin úr fjórum af níu. Báðir hittu einu þriggja stiga skoti af þremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×