Körfubolti

Jón Arnór og félagar töpuðu í framlengingu gegn CSKA Moskvu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Arnór reynir annað af tveimur þriggja stiga skotum sínum í kvöld.
Jón Arnór reynir annað af tveimur þriggja stiga skotum sínum í kvöld. vísir/getty
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Unicaja Málaga þurftu að sætta sig við svekkjandi eins stigs tap, 76-75, á heimavelli gegn stórliði CSKA Moskvu í Meistaradeildinni í körfubolta í kvöld.

Málaga-menn byrjuðu mun betur og voru 16 stigum yfir í hálfleik, 43-27, en sexfaldir Evrópumeistarar CSKA Mosvku komu til baka og náðu að jafna leikinn áður en venjulegum leiktíma lauk.

Í framlengingunni hafði rússneska liðið svo eins stigs sigur og er nú búið að vinna alla níu leiki sína í B-riðli Meistaradeildarinnar.

Málaga er í þriðja sæti með fjóra sigra og fimm töp, en fjögur efstu liðin í riðlunum fjórum fara áfram í milliriðla.

Jón Arnór spilaði ríflega 13 mínútur í kvöld og skoraði eitt stig úr vítaskoti. Hann brenndi af tveimur skotum í teignum og tveimur fyrir utan þriggja stiga línuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×