Körfubolti

Fjögur stig í sarpinn í Fjárhúsinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ingi Þór Steinþórsson stýrði tveimur liðum til sigurs í kvöld.
Ingi Þór Steinþórsson stýrði tveimur liðum til sigurs í kvöld. vísir/daníel
Kvöldið var gott fyrir Inga Þór Steindórsson, þjálfara beggja Snæfells-liðanna í Dominos-deildum karla- og kvenna í kvld.

Ingi Þór vann stórsigur á Grindavík fyrr í kvöld í kvennadeildinni og nú undir kvöld unnu karlarnir góðan sigur á Keflavík, 93-88.

Sjá einnig: Snæfell pakkaði Grindavík saman og er eitt á toppnum

Snæfell hafði yfirhöndina frá fyrsta leikhluta sem liðið vann með átta stiga mun, 27-19, og hafði sigur þrátt fyrir tilraun Keflavíkurliðsins til endurkomu undir lokin.

Sigurður Þorvaldsson (24 stig og 16 fráköst), Chris Woods (21 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar) og Austin Magnús Bracey (21 stig og 5 fráköst) áttu allir mjög góðan leik fyrir heimamenn í kvöld.

Þröstur Leó Jóhannsson var stigahæstur gestanna með 19 stig auk þess sem hann tók 11 fráköst og Guðmundur Jónsson skoraði 17 stig. Kaninn William Thomas Graves hinn fjórði var ekki jafn öflugur og hann hefur verið undanfarið. Hann skoraði 16 stig.

Snæfell er nú með tíu stig eftir tíu umferðir líkt og Keflavík, en Þór, Stjarnan og Njarðvík eru einnig öll með tíu stig.

Snæfell-Keflavík 93-88 (27-19, 24-20, 21-21, 21-28)

Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 24/16 fráköst, Christopher Woods 21/10 fráköst/8 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 21/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 16/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Sveinn Arnar Davíðsson 2/4 fráköst.

Keflavík: Þröstur Leó Jóhannsson 19/11 fráköst, Guðmundur Jónsson 17/4 fráköst, William Thomas Graves VI 16/7 fráköst, Valur Orri Valsson 16/5 fráköst/7 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 9, Andrés Kristleifsson 5, Davíð Páll Hermannsson 4, Reggie Dupree 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×