Handbolti

Stelpurnar hans Þóris unnu og fara í milliriðla með fullt hús

Þórir Hergeirsson lætur í sér heyra.
Þórir Hergeirsson lætur í sér heyra. vísir/ap
Lærimeyjar Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta unnu stórleikinn gegn Dönum, 27-21, í B-riðili EM í handbolta sem stendur yfir í Króatíu og Ungverjalandi þessa dagana.

Leikurinn var úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins og sigurinn þær norsku miklu máli. Þær fara nú með fjögur stig í milliriðla þar sem þær unnu alla þrjá leikina og enduðu með fullt hús stiga.

Línumaðurinn Heidi Löke var frábær í leiknum og skoraði sjö mörk í níu skotum fyrir Noregi, en Linn Kristin Kören bæti við sex mörk úr átta skotum.

Hjá Dönum voru Louise Burgård og Ann-Grete Nörgård markahæstar með fjögur mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×