Körfubolti

Besta sería Justin Shouse í úrslitakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Shouse var rosalega flottur í Keflavíkur-seríunni.
Justin Shouse var rosalega flottur í Keflavíkur-seríunni. Vísir/Stefán
Stjörnumaðurinn Justin Shouse er í sinni áttundu úrslitakeppni á Íslandi og orðinn 32 ára gamall. Það stoppaði hann ekki í að toppa sig í sópinu á Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta.

Justin fór fyrir þremur sigrum Stjörnuliðsins sem er fjórða liðið í sögu úrslitakeppninnar sem endar í sjöunda sæti eða neðar í deildinni en kemst engu að síður í undanúrslitin.

Justin er kominn í undanúrslit í sjötta sinn á ferlinum en hann hefur aldrei skorað fleiri stig í leik (31,0), gefið fleiri stoðsendingar í leik (9,3) eða verið með hærra framlag í leik (30,7) en í nýlokinni þriggja leikja seríu á móti Keflvíkingum.

Justin talaði sjálfur um það eftir einn leikinn að honum liði eins og Shouse 2011-2012. Sá Shouse á hins vegar ekki mikið í tölurnar hjá Shouse 2014.



Bestu seríur Justin Shouse í úrslitakeppnum á Íslandi:

Eftir framlagi í leik:

30,7 á móti Keflavík (3-0) í 8 liða úrslitum 2014

24,5 á móti Njarvík (2-0) í 8 liða úrslitum 2008

24,0 á móti Snæfelli (1-2) í 8 liða úrslitum 2009

23,0 á móti Keflavík (2-0) í 8 liða úrsltium 2007

22,7 á móti Keflavík (2-1) í 8 liða úrslitum 2012

21,0 á móti Njarðvík (1-2) í 8 liða úrslitum 2010

20,5 á móti Snæfelli (3-1) í undanúrslitum 2013

Eftir stigum í leik:

31,0 á móti Keflavík (3-0) í 8 liða úrslitum 2014

22,3 á móti Snæfelli (3-1) í undanúrslitum 2013

22,0 á móti Snæfelli (1-2) í 8 liða úrslitum 2009

21,7 á móti Grindavík (2-1) í 8 liða úrslitum 2011

21,0 á móti Njarðvík (1-2) í 8 liða úrslitum 2010

20,5 á móti Njarvík (2-0) í 8 liða úrslitum 2008

20,3 á móti Keflavík (2-1) í 8 liða úrslitum 2012

Eftir stoðsendingum í leik:

9,3 á móti Keflavík (3-0) í 8 liða úrslitum 2014

9,0 á móti Snæfelli (1-2) í 8 liða úrslitum 2009

9,0 á móti Keflavík (2-1) í 8 liða úrslitum 2013

8,7 á móti Keflavík (2-1) í 8 liða úrslitum 2012

8,3 á móti Njarðvík (1-2) í 8 liða úrslitum 2010

8,3 á móti Snæfelli (3-0) í undanúrslitum 2011




Fleiri fréttir

Sjá meira


×