Handbolti

Þórir heldur ræður sem gefur manni gæsahúð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Hergeirsson hefur náð frábærum árangri.
Þórir Hergeirsson hefur náð frábærum árangri. fréttablaðið/afp
Noregur vann enn ein gullverðlaunin á stórmóti undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar en Norðmenn urðu um helgina Evrópumeistarar kvenna eftir sigur á Spáni í úrslitaleik.

Þórir hefur fengið mikið lof í norskum fjölmiðlum eftir sigurinn enda hefur hann endurnýjað lið sitt að stórum hluta. Hornamaðurinn Camilla Herrem, bar mikið lof á þjálfarateymið eftir sigurinn og sagði að Þórir ætti mikið í velgengninni.

„Allt þjálfarateymið hefur lagt gríðarlega mikla vinnu á sig undanfarið ár og mæta ótrúlega vel undirbúin í hvern einasta leik,“ sagði Herrem. „Þetta vill oft að miklu leyti snúast um okkur leikmennina en þjálfarateymið stendur sig afar vel.“

Herrem segir að Þórir viti ávallt nákvæmlega hvað hann eigi að segja við leikmenn fyrir leiki liðsins og að hún fái stundum gæsahúð við að hlusta á hann. „Hann veit hvað hann á að segja upp á hár. Þórir hefur verið í þessu í afar langan tíma og það er enginn betri en hann í að halda rónni þegar mikið liggur við. Það gerir hann einstaklega vel.“

Með sigrinum náði Noregur að tryggja sér keppnisrétt í næstu heimsmeistarakeppni sem og Ólympíuleikunum í Ríó 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×