Handbolti

Egyptar vilja halda HM 2021

Það er talsverður handboltaáhugi í Egyptalandi.
Það er talsverður handboltaáhugi í Egyptalandi. vísir/getty
Það liggur fyrir hvar næstu tvær heimsmeistarakeppnir í handboltia fara fram eftir HM í Katar og næsta sumar verður ákveðið hvar keppnirnar 2021 og 2023 fara fram.

HM 2017 fer fram í Frakklandi og árið 2019 ætlar Þjóðverjar og Danir að halda mótið saman.

Frakkar eru æstir í að halda HM því þeir hafa einnig sótt um að halda mótið 2021 og 2023.

Egyptaland er fyrsta þjóðin til þess að taka slaginn við Frakka en þeir hafa sótt um að halda mótið 2021.

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, mun taka ákvörðun um næstu mót í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×