Viðskipti erlent

Olíuverð fellur enn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Verð hráolíu lækkaði niður fyrir 50 dali á tunnuna í dag og hefur það ekki verið lægra frá maí 2009. Á síðustu tveimur vikum hefur verðið lækkað um tíu dali. Konungur Sádi Arabíu segir að landið, sem er stærstu útflutningsaðili olíu í heiminum, muni bregðast við verðhruninu.

Þrátt fyrir mikla verðlækkun segir á vef Reuters að greinendur telji að verðið muni jafnast út á árinu.

„Því lengur sem verðið er undir 60 dölum, því stærri verður framboðsminnkunin,“ hefur Reuters eftir Julian Jessop hjá Capital Economics.

Frá því í júní hefur olíuverð lækkað um 55 prósent. Í lok nóvember ákvað OPEC að draga ekki úr framleiðslu og er það séð sem tilraun þeirra til að draga úr bergbroti í Bandaríkjunum, sem hefur aukist gífurlega á síðustu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×