Viðskipti erlent

Markaðsdeild Blackberry notar iPhone

Samúel Karl Ólason skrifar
Svo virðist sem að starfsmenn markaðsdeildar Blackberry séu einnig hættir að nota Blackberry síma.
Svo virðist sem að starfsmenn markaðsdeildar Blackberry séu einnig hættir að nota Blackberry síma. Vísir/AFP/Skjáskot
Markaðshlutdeild símaframleiðendans Blackberry á sífellt stærri snjallsímamarkaði hefur lækkað mjög á undanförnum árum. Neytendur hafa snúið sér í miklu magni frekar að Android og Apple símum.

Svo virðist sem að starfsmenn markaðsdeildar Blackberry séu einnig hættir að nota Blackberry síma.

Á opinberri Twittersíðu fyrirtækisins birtist í gær auglýsing fyrir Instagram reikning Blackberry, þar sem fólk var beðið um að fylgjast með. Tístinu fylgdu þó upplýsingar um að það hefði verið sett inn með iPhone frá Apple.

Þær  upplýsingar hefði verið hægt að sjá með forritum eins og Tweetdeck og Tweetbot.

Stjórnmálamaðurinn Norm Kelly frá Toronto, virðist hafa verið fyrstur til að taka eftir þessu og miðillin The Verge fjallaði um þetta. Þá var tístið tekið út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×