Viðskipti erlent

Apple Watch á markað í apríl

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Apple
Tim Cook, forstjóri Apple, tilkynnti í gær að snjallúr tæknirisans, Apple Watch, kæmi á markað í apríl næstkomandi. Um er að ræða fyrsta snjallúr fyrirtækisins og var það hannað með Nike. Þrátt fyrir að nú sé vitað hvenær það komi á markað eru enn ýmsar spurningar uppi, sem varða meðal annars rafhlöðuendingu.

Samkvæmt vef Business Insider, hefur Apple haldið því fram að rafhlaða úrsins muni endast yfir daginn. Þó hafa heyrst fregnir af því að það endist einungis í tvo og hálfan tíma með mikilli notkun eða þrjá tíma, þar sem það sýnir einungis tímann.

„Jafnvel þó það gerði ekkert nema segja fólki hvað klukkan væri, er líklegt að Apple muni selja milljónir úra í fyrstu útgáfu,“ hefur Business Insider eftir, Ben Wood, greinanda. Fjölmörg smáforrit Apple verða aðgengileg með úrinu og er búist við því að forritarar muni taka því opnum örmum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×