Viðskipti erlent

Google hagnaðist um 587 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Tæknirisinn Google skilaði í gær ársfjórðungsuppgjöri fyrir síðasta fjórðung 2014. Hagnaður fyrirtækisins á tímabilinu var 4,4 milljarðar tala, eða um 587 milljarðar króna, en það er aukning um tæp 30 prósent frá fyrra ári. Þrátt fyrir þennan hagnað var árangurinn undir væntingum greiningaraðila.

Þetta er fimmti ársfjórðungurinn í röð sem að Google stendur sig undir væntingum.

Tekjur fyrirtækisins árið 2014 voru 66 milljarðar dala, eða tæplega níu þúsund milljarðar króna, samkvæmt ársfjórðungsuppgjörinu.

Framkvæmdastjóri Google, Patrick Pichette, segir það góðan árangur, en árstekjur fyrirtækisins jukust um 19 prósent á milli ára.

Á vef Business Insider segir að skömmu eftir tilkynninguna hafi gengi hlutabréfa Google lækkað um þrjú prósent, en í lok gærdagsins hafði það hækkað um tvö prósent. Þeir segja stöðu Google vera stöðuga, en leiðinlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×