Körfubolti

Staðan er nú 2-1 fyrir Martin | Besti nýliði vikunnar í NEC

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Vísir/Andri Marinó
Martin Hermannsson var valinn besti nýliði vikunnar í NEC-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær en þetta er í annað skiptið sem KR-ingurinn fær þessi verðlaun.

Martin var í stóru hlutverki í tveimur útisigrum LIU Brooklyn í vikunni og var með 12,5 stig, 5,0 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik auk þess að hitta úr 54 prósent skota sinna utan af velli.

Martin skoraði öll tólf stigin sín og gaf þrjár af fimm stoðsendingum sínum í seinni hálfleik í 63-62 endurkomusigri LIU Brooklyn á Roberto Morris skólanum á fimmtudaginn var.

Tveimur dögum síðar var Martin með 13 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar í 79-74 sigri á Saint Francis University í framlengdum leik. Martin setti meðal annars niður mikilvægt þriggja stiga skot í lok venjulegs leiktíma.

Elvar Már Friðriksson var fyrsti Íslendingurinn í LIU Brooklyn liðinu til að fá þessa viðurkenningu í vetur en síðan hefur Martin fengið hana tvisvar sinnum.

Martin er annar stigahæsti leikmaður LIU Brooklyn á tímabilinu með 10,3 stig í leik en hann er einnig með 3,8 fráköst og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik á sínum fyrsta vetri í bandaríska háskólaboltanum.

LIU Brooklyn hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er komið upp í 4. sætið í NEC-deildinni. Næsti leikur er á móti Mount St. Mary's á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir

Martin fékk sín fyrstu verðlaun sem leikmaður LIU

Martin Hermannsson er búinn að fá sín fyrstu verðlaun sem leikmaður LIU Brooklyn háskólaliðsins en hann var valinn besti nýliði vikunnar í NEC-deildinni í bandarísku háskóladeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×