Körfubolti

Hálfleiksræður Ívars virka vel á Haukana þessa dagana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Haukaliðsins.
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Haukaliðsins. Vísir/Vilhelm
Haukar eru komnir upp í fimmta sæti Dominos-deildar karla í körfubolta eftir tvo sannfærandi sigra í röð á Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn, tvö af liðunum sem berjast við þá um heimavallarrétt í úrslitakeppninni.

Það sem vekur athygli að þrátt fyrir stóra sigra þá hefur Haukaliðið verið undir í hálfleik í báðum leikjum. Frammistaðan í seinni hálfleikjunum hefur hinsvegar verið frábær.

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Haukanna, hefur náð að kveikja í sínum mönnum í tveimur leikjum í röð og liðið hefur unnið seinni hálfleik í tveimur síðustu leikjum sínum með samtals 49 stigum.

Sigrarnir hafa líka verið langþráðir, sigurinn á Stjörnunni var fyrsti deildarsigur Haukaliðsins síðan 12. desember 2014 og sigurinn á Þór var fyrsti útisigurinn síðan 4. desember 2014.

Haukar í síðustu tveimur leikjum í Dominos-deildinni:

92-77 sigur á Stjörnunni á heimavelli 9. febrúar

99-71 sigur á Þór Þorl. á útivelli 13. febrúar

- Fyrri hálfleikur -

Á móti Stjörnunni: -4 (36-40)

Á móti Þór: -2 (46-48)

Samanlagt: -6 (82-88)

- Seinni hálfleikur -

Á móti Stjörnunni: +19 (56-37)

Á móti Þór: -30 (53-23)

Samanlagt: +49 (109-60)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×