Verðhjöðnun í Danmörku í fyrsta skipti í 60 ár 10. febrúar 2015 09:42 Verhjöðnun mældist í janúar í Danmörku í fyrsta sinn síðan 1954. Verðhjöðnunin nam 0,1 prósenti. Ástæðan er fyrst og fremst talin vera lækkandi olíuverð. DR greinir frá. Bent er á að verðhjöðnunin geti haft neikvæð áhrif á danskt efnahagslíf leiði það til þess að fólk fresti innkaupum sínum og bíði eftir því að verðlag falli frekar. Jan Størup Nielsen, greiningaraðili hjá Nordea bankanum, segir að verðhjöðnunin komi Dönum líklega til góða svo lengi sem hún stafi af lægra orkuverði og lægri sköttum. Það auki kaupmátt danskra heimila. Það sé ekki fyrr en verðhjöðnunin verði viðvarandi og laun hætta að hækka að verðhjöðnun verði til vandræða hefur DR eftir Nielsen. Þá er einnig bent á að laun hafi hækkað um 1,5 prósent á síðasta ári. Það sé lægsta hækkun launa frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Vegna verðhjöðnunar sé hinsvegar kaupmáttaraukningin veruleg fyrir dönsk heimili. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verhjöðnun mældist í janúar í Danmörku í fyrsta sinn síðan 1954. Verðhjöðnunin nam 0,1 prósenti. Ástæðan er fyrst og fremst talin vera lækkandi olíuverð. DR greinir frá. Bent er á að verðhjöðnunin geti haft neikvæð áhrif á danskt efnahagslíf leiði það til þess að fólk fresti innkaupum sínum og bíði eftir því að verðlag falli frekar. Jan Størup Nielsen, greiningaraðili hjá Nordea bankanum, segir að verðhjöðnunin komi Dönum líklega til góða svo lengi sem hún stafi af lægra orkuverði og lægri sköttum. Það auki kaupmátt danskra heimila. Það sé ekki fyrr en verðhjöðnunin verði viðvarandi og laun hætta að hækka að verðhjöðnun verði til vandræða hefur DR eftir Nielsen. Þá er einnig bent á að laun hafi hækkað um 1,5 prósent á síðasta ári. Það sé lægsta hækkun launa frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Vegna verðhjöðnunar sé hinsvegar kaupmáttaraukningin veruleg fyrir dönsk heimili.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira