Leikjavísir

Sýndarveruleiki það sem koma skal

EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. Nýjasti leikur fyrirtækisins, EVE: Val­kyrie, er einn sá fyrsti í heimi sem er þróaður fyrir þrívíddargleraugu sem koma til með að gjörbylta tölvuleikjaspilun eins og við þekkjum í dag. Hátíðargestum gefst kostur á að prófa leikinn alla helgina, þó að gleraugun séu ekki enn orðin fáanleg fyrir almenning.

Þórhildur Þorkelsdóttir fréttamaður leit við í Hörpu í dag eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×