Handbolti

Fyrsta tapið hjá strákunum hans Geirs síðan í nóvember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Geir Sveinsson, þjálfari 
Magdeburgar-liðsins.
Geir Sveinsson, þjálfari Magdeburgar-liðsins. Vísir/Getty
Ellefu leikja sigurganga Geirs Sveinssonar og lærisveina hans í Magdeburg í þýsku deildinni í handbolta endaði í kvöld þegar liðið tapaði á útivelli á móti HSV Hamburg.

HSV Hamburg vann leikinn 33-29 eftir að hafa skorað fjögur síðustu mörk leiksins og haldið marki sínu hreinu síðustu fjórar mínúturnar.

Hinn íslensk ættaði Hans Lindberg átti stórleik og skorðai all tólf mörk fyrir HSV Hamburg í kvöld en fimm markanna komu af vítalínunni. Hans nýtti 12 af 14 skotum sínum í þessum leik. Robert Weber var markahæstur hjá  Magdeburg með sjö mörk.

Leikurinn var jafn á flestum tölum en Magdeburg var 15-14 yfir í hálfleik. HSV Hamburg komst þremur mörkum yfir um miðjan hálfleikinn en strákarnir hans Geirs komust aftur yfir áður en HSV kláraði leikinn með góðum lokakafla.

Magdeburgar-liðið var búið að vinna alla leiki sína frá því um miðjan nóvember þegar liðið lá á móti  TuS N-Lübbecke á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×