Viðskipti erlent

ESB hyggst setja hámark á færslugjöld

ingvar haraldsson skrifar
Unnið er að því að setja hámark á færslugjöld innan ESB.
Unnið er að því að setja hámark á færslugjöld innan ESB. vísir/getty
Evrópuþingið hefur samþykkt að hámark verði sett færslugjöld sem rukkuð eru fyrir notkun á greiðslukortum. BBC greinir frá.

Samkvæmt nýju tillögunum verða færslugjöldin innan ESB 0.2% af heildarverðmæti færslu fyrir debetkort og 0.3% fyrir kreditkort. Í dag er fyrirkomulag færslugjalda misjafnt milli landa.

Verði tillögurnar að veruleika gæti það falið í sér mikinn sparnað fyrir íbúa ESB en 760 milljón greiðslukorta eru nú í notkun innan ESB. Þá jókst greiðslukortavelta um 6% eða sem nemur 100 milljörðum evra árið 2013.

Framkvæmdastjórn ESB telur að áætlunin muni spara verslunum 6 milljarða evra og neytendum 730 milljónir evra á ári.

Hins vegar eru uppi efasemdir um að reglubreytingin muni skila sér til neytenda. Annað hvort verði þjónustugjöld hækkuð á móti eða verslanir muni stinga auknum ágóða í eigin vasa í stað þess að skila honum til neytenda.

„Þetta var reynt í Bandaríkjunum og á Spáni, þar sem verslunareigendur högnuðust verulega en sparnaðurinn skilaði sér ekki til neytenda,“ hefur BBC eftir Steven Woolfe, talsmanni breska flokksins UKIP sem er harður andstæðingur ESB-aðildar Breta.


Tengdar fréttir

Segir að bankarnir ofrukki neytendur

Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×