Handbolti

Aron Rafn fann sig ekki í markinu og Guif tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson.
Aron Rafn Eðvarðsson. Vísir/Vilhelm
Eskilstuna Guif tókst ekki að komast í 2-0 í einvígi sínu á móti Redbergslid í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta því liðið tapaði á heimavelli Redbergslid í kvöld.

Redbergslid jafnaði metin með því að vinna þriggja marka sigur, 24-21, í leik sem var jafn allan fyrri hálfleikinn.

Eskilstuna Guif vann fyrsta leikinn 32-28 á heimavelli en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í undanúrslitin.

Staðan var 10-10 í hálfleik en Redbergslid breytti stöðunni úr 12-12 í 19-14 og eftir það var að brattann að sækja hjá strákunum hans Kristjáns Andréssonar.

Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson var næstmarkahæstur í liði Eskilstuna Guif en hann nýtti öll fjögur skotin sín í leiknum.

Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fann sig ekki í markinu í kvöld en hann varði bara 4 af 14 skotum sem komu á hann. Eitt skotið sem hann varði var reyndar vítakast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×