Viðskipti erlent

Bing rauf 20 prósenta múrinn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Microsoft hefur um nokkurra ára skeið reynt að saxa á yfirburði Google á leitarvélamarkaði.
Microsoft hefur um nokkurra ára skeið reynt að saxa á yfirburði Google á leitarvélamarkaði. Vísir/AFP
Leitarvél tæknirisans Microsoft hefur nú náð 20 prósent markaðshlutdeild á leitarvélamarkaði í Bandaríkjunum. Leitarvélin, sem heitir Bing, fór yfir 20 prósenta múrinn í síðasta mánuði, í fyrsta sinn. Microsoft hefur lengi reynt að saxa á yfirburði Google á leitarvélamarkaðnum.

Bing var kynnt árið 2009 en síðan þá hefur hún náð að annarri stærstu markaðshlutdeild á þessum markaði.

Google er enn með langvinsælustu leitarvélina en leitarvél fyrirtækisins er með um þrisvar sinnum stærri markaðshlutdeild vestanhafs. Markaðshlutdeild bæði Google og Yahoo féll þó lítillega – um 0,1 prósentustig – á meðan Bing jók hlutdeild sína um 0,3 prósentustig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×