Handbolti

Sjáðu bikarafhendinguna og bjórbaðið sem Alfreð fékk | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það braust út mikill fögnuður í Sparkhassen Arena í kvöld þegar Kiel tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í handbolta í 20. sinn eftir fjögurra marka sigur á Lemgo, 33-29.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú marka Kiel en þetta var kveðjuleikur hans með liðinu. Landsliðsmaðurinn er sem kunnugt er á leið til Veszprém í Ungverjalandi.

Aron varð fimm sinnum þýskur meistari hjá Kiel en liðinu stýrir Alfreð Gíslason og hefur gert frá árinu 2008. Á þeim tíma hefur Kiel sex sinnum unnið þýska meistaratitilinn.

Í myndbandinu hér að ofan má sjá bikarafhendinguna og svo skemmtilegt bjórbað sem Alfreð fékk í miðju viðtali - að þýskum sið.


Tengdar fréttir

Aron kvaddi Kiel með meistaratitli | Myndir

Aron Pálmarsson lék sinn síðasta leik með Kiel þegar liðið vann öruggan fjögurra marka sigur, 33-29, á Lemgo á heimavelli í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×