Körfubolti

Frönsku stelpurnar hefndu fyrir tapið fyrir tveimur árum og fóru í úrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diandra Tchatchouang og félagar spila um gullið.
Diandra Tchatchouang og félagar spila um gullið. Vísir/AFP
Franska kvennalandsliðið í körfubolta er komið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í Ungverjalandi eftir fimm stiga sigur á fráfarandi Evrópumeisturum Spánar í kvöld, 63-58.

Spánn tryggði sér Evrópumeistaratitilinn fyrir tveimur árum með eins stiga sigur á Frökkum í úrslitaleiknum en nú náðu þær frönsku að hefna.

Franska liðið hefur verið við toppinn á undanförnum Evrópumótum en frönsku stelpurnar unnu EM síðast 2009 en liðið fékk svo brons 2011 og silfur 2013.

Frakkar mæta Serbíu í úrslitaleiknum sem fer fram á sunnudaginn. Spánn spilar við Hvíta-Rússland í leiknum um þriðja sætið.

Frakkar lögðu grunn að sigrinum með frábærri byrjun á seinni hálfleiknum en Spánn var 31-29 yfir í hálfleik.

Miðherjinn Sandrine Gruda var með 16 stig og 12 fráköst og leikstjórnandinn Céline Dumerc skoraði 10 stig en þær hafa báðar verið með liðinu í langan tíma.

Alba Torrens skoraði 13 stig fyrir spænska liðið og Marta Xargay var með tíu stig. Spænska liðið þarf að horfa á eftir Evrópumeistaratitlinum en kvennalandsliðið hefur ekki varið titilinn síðan að sovéska landsliðið vann sautján keppnir í röð frá 1960 til 1991.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×