Viðskipti erlent

Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tillögurnar voru lagðar fram í gríska þinginu í dag og er stefnt að því að hún verði samþykkt á morgun.
Tillögurnar voru lagðar fram í gríska þinginu í dag og er stefnt að því að hún verði samþykkt á morgun. vísir/epa
Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. Voru tillögurnar sendar klukkan 19 að íslenskum tíma, þremur klukkutímum áður en frestur ríkisstjórnarinnar til senda þær inn rann út.

Jeroen Dijesselbloem, fjármálaráðherra Hollands og sá sem fer fyrir ríkjum evrusvæðisins, þurfti að samþykkja tillögurnar áður en þær færu til umfjöllunar hjá lánadrottnum gríska ríkisins og hefur hann gert það.

Talið er að tillögurnar feli í sér skattahækkanir, niðurskurð og breytingar á lífeyriskerfinu. Samkvæmt grískum fjölmiðlum á að skera niður um 12 milljarða evra, sem er meiri niðurskurður en Grikkir höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn.

Tillögurnar voru lagðar fram í gríska þinginu í dag og er stefnt að því að hún verði samþykkt á morgun.

Fjármálaráðherrar evruríkjanna munu fara yfir tillögurnar á laugardag og leiðtogar Evrópusambandsins munu skoða þær á sunnudag.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×