Viðskipti erlent

Kínverski seðlabankinn heldur áfram að fella gengi gjaldmiðilsins

Atli ísleifsson skrifar
Tölur sýna fram á að útflutningur Kínverja minnkaði um rúmlega átta prósent í júlímánuði.
Tölur sýna fram á að útflutningur Kínverja minnkaði um rúmlega átta prósent í júlímánuði. Vísir/AFP
Seðlabanki Kína felldi gengi kínverska gjaldmiðilsins yuan í morgun. Seðlabankinn felldi gengið um 1,9 prósent í gær og hefur tilkynningin valdið miklum óstöðugleika á asískum mörkuðum.

Í frétt BBC segir að seðlabankinn hafi sóst eftir að róa fjárfesta og fullyrða að gengisfellingin sé ekki upphafið að viðvarandi verðrýrnun yuansins.

Gengisfelling síðustu tveggja daga er mesta lækkun yuansins gagnvart Bandaríkjadal í rúma tvo áratugi.

Viðskiptamálaráðuneyti Kína segir að lækkun gengisins muni hjálpa útflutningsfyrirtækjum sem mörg hafa átt í vandræðum að undanförnu.

Tölur sýna fram á að útflutningur Kínverja minnkaði um rúmlega átta prósent í júlímánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×