Viðskipti erlent

Áfram lækkun á kínverskum mörkuðum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Nikkei vísitalan í Japan hækkaði hins vegar um rúm þrjú prósent.
Nikkei vísitalan í Japan hækkaði hins vegar um rúm þrjú prósent. Vísir/EPA
Viðskipti á Asíumörkuðum hafa sveiflast mikið til í viðskiptum dagsins. Sjanghæ vísitalan lækkaði um 1,3 prósent rétt fyrir lokun markaða eftir að hafa sveiflast frá talsverðri lækkun í um þriggja prósenta hækkun þegar mest var.

Nikkei vísitalan í Japan hækkaði hins vegar um rúm þrjú prósent í viðskiptum dagsins. 

Kínverski seðlabankinn lækkaði í gær stýrivexti og minnkaði bindiskyldu banka. Lækkunin hleypti lífi í markaði í Evrópu í gær og í Bandaríkjunum framan af viðskiptadegi, sem þó lækkuðu þó aftur fyrir lok viðskiptadags. 

Búist er við lækkunum á evrópskum hlutabréfamörkuðum við opnun markaða í dag í kjölfarið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×