Handbolti

Öruggt hjá Kiel og Bergischer

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð stýrði Kiel til sigurs gegn Lemgo.
Alfreð stýrði Kiel til sigurs gegn Lemgo. vísir/getty
Kiel vann öruggan níu marka sigur, 32-23, á Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar voru með unditökin allt frá upphafi og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 18-11.

Línumaðurinn Patrick Wiencek var markahæstur í liði þýsku meistarana með sex mörk en Christian Sprenger og Domagoj Duvnjak komu næstir með fimm mörk hvor.

Arnór Þór Gunnarsson, Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Bergischer unnu góðan átta marka sigur, 30-22, á Eisenach á heimavelli.

Björgvin varði 11 skot í marki Bergischer en Arnór Þór var ekki á meðal markaskorara. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði tvö mörk fyrir Eisenach en hann kom til liðsins í sumar frá Emsdetten.

Þá skoraði Rúnar Kárason tvö mörk fyrir Hannover Burgdorf sem tapaði 31-28 fyrir Wetzlar á útivelli. Ólafur Guðmundsson komst ekki á blað í liði Hannover.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×