Handbolti

Hannover-Burgdorf vann Íslendingaslaginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Kárason gat leyft sér að fagna í dag.
Rúnar Kárason gat leyft sér að fagna í dag. vísir/daníel
Hannover-Burgdorf hafði betur gegn Bergrischer í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Tíu íslensk mörk litu dagsins ljós í leiknum.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk í tapi Bergrischer, en þrjú þeirra komu af vítapunktinum. Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk og Ólafur Guðmundsson eitt.

Bergrischer var einungis einu marki undir í hálfleik, 14-13, en í síðari hálfleik reyndust heimamenn í Hannover sterkari og unnu 29-24.

Björgvin Páll Gústavsson stóð vaktina í marki Bergrischer sem hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni.

Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í Füchse Berlín unnu sjö marka sigur á Leipzig, 34-27, en staðan í hálfleik var 18-13 Füchse í vil. Bjarki Már Elísson komst ekki á blað, en Füchse hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjunum.

Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað í sigri Gummersbach á HSG Wetzlar. Lokatölur urðu 29-24 sigur Gummersbach sem var einu marki undir í hálfleik, 10-11. Gummersbach er með fjögur stig eftir leikina þrjá.

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði eitt mark í tapi Eisenach á heimavelli gegn Melsungen, en lokatölur urðu 30-27 sigur Melsungen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×