Handbolti

24 íslensk mörk í frönsku deildinni í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri Steinn fer vel af stað með Nimes.
Snorri Steinn fer vel af stað með Nimes. vísir/eva björk
Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði Nimes sem vann eins marks sigur, 35-36, á Ivry í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Snorri skoraði 11 mörk, þar af sex af vítalínunni, en hann er kominn með 29 mörk í þremur fyrstu deildarleikjunum á tímabilinu. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti einnig flottan leik og skoraði átta mörk, öll utan af velli.

Arnór Atlason skoraði fimm mörk þegar Saint Raphael tapaði með sjö marka mun, 34-27, fyrir Paris Saint-Germain á útivelli.

Þetta var fyrsta tap Saint Raphael á tímabilinu en liðið er í 4. sæti deildarinnar með fjögur stig. PSG er hins vegar með fullt hús stiga á toppnum.

Arnór skoraði fimm mörk úr níu skotum og gaf fjórar stoðsendingar á félaga sína en hann hefur byrjað tímabilið af krafti.

Mikkel Hansen var markahæstur í liði PSG með níu mörk en Róbert Gunnarsson var ekki á meðal markaskorara í kvöld




Fleiri fréttir

Sjá meira


×