Handbolti

Vignir og félagar unnu dönsku meistarana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vignir Svavarsson.
Vignir Svavarsson. Vísir/Diener
Vignir Svavarsson og félagar í HC Midtjylland unnu eins marks sigur á KIF Kaupmannahöfn, 25-24, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Vignir Svavarsson átti fínan leik en hann skorað 4 mörk úr 6 skotum og var þriðji markahæsti leikmaður síns liðs í leiknum.

Midtjylland var 13-12 yfir í hálfleik og þremur mörkum yfir, 25-22, þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir af leiknum.  Vignir kom liðinu meðal annars í 24-22 á lokakaflanum.

Midtjylland-liðið var fyrir leikinn búið að tapa tveimur leikjum í röð en er nú með jafnmörg stig og meistararnir.

KIF Kolding vann danska meistaratitilinn undir stjórn Aron Kristjánssonar í fyrra en hefur nú aðeins unnið 2 af fyrstu 4 leikjum sínum.

Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson varð ekkert af þeim sjö skotum sem hann reyndi við þegar lið hans AaB Håndbold vann átta marka sigur á Ribe HK, 27-19.

AaB Håndbold er með fjögur stig eins og Midtjylland og KIF Kolding.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×