Handbolti

Bjarki Már skoraði þrjú mörk í sigri Berlínarrefanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Erlingur og Bjarki Már.
Erlingur og Bjarki Már. mynd/füchse berlín
Füchse Berlín, undir stjórn Erlings Richardssonar, höfðu betur gegn nýliðum TVB Stuttgart, 26-20, í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Berlínarrefirnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 13-10, en Stuttgart hleypti spennu í leikinn þegar það minnkaði muninn í 21-19 þegar sex mínútur voru eftir.

Lærisveinar Erlings voru sterkari á endasprettinum og lönduðu heimsmeistararnir nýkrýndu þægilegum sigri á endanum.

Þetta er þriðji sigur liðsins í röð eftir að það tapaði gegn Melsungen í fyrstu umferðinni. Refirnir eru því með sex stig eftir fjóra leiki.

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk úr þremur skotum fyrir Füchse í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×