Viðskipti erlent

Háhyrningasýningum SeaWorld hætt

Bjarki Ármannsson skrifar
Skemmtigarðarnir hafa verið harðlega gagnrýndir undanfarin tvö ár fyrir slæma meðferð á háhyrningum.
Skemmtigarðarnir hafa verið harðlega gagnrýndir undanfarin tvö ár fyrir slæma meðferð á háhyrningum. Vísir/AFP
Háhyrningasýningu bandaríska sædýragarðsins SeaWorld verður hætt á næstu árum. Skemmtigarðar SeaWorld hafa verið harðlega gagnrýndir undanfarin tvö ár fyrir slæma meðferð á háhyrningum.

SeaWorld starfrækir ellefu skemmtigarða á heimsvísu. Sá þekktasti, í borginni San Diego, mun árið 2017 bjóða upp á fræðandi sýningu um háhyrninga sem á að hvetja fólk til umhugsunar um náttúruvernd, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Ekki er ljóst hvað á að koma í stað háhyrningasýningarinnar í hinum skemmtigörðunum.

Rekstur SeaWorld hefur gengið mjög illa síðustu ár, aðsókn minnkað og gengi hlutabréfa fallið verulega. Þurfti framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jim Atchison, meðal annars að segja af sér í árslok 2014.

Sjá einnig: Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld

Slæmt gengi garðanna má fyrst og fremst rekja til heimildarmyndarinnar Blackfish, sem frumsýnd var árið 2013 og dró upp mjög dökka mynd af meðferð SeaWorld á háhyrningum. Í myndinni er einnig greint frá því hvernig forsvarsmenn garðsins hafa haldið undan upplýsingum um þrjú dauðsföll í garðinum.

Að því er erlendir miðlar greina frá, var hluthafafundur haldinn hjá fyrirtækinu í gær þar sem meðal annars var farið yfir áherslubreytingar hjá fyrirtækinu. SeaWorld hefur áður lýst því yfir að það ætli sér að spara fimmtíu milljónir Bandaríkjadala, eða um sex milljarða íslenskra króna, í rekstri sínum fyrir árið 2015.

Tengdar fréttir

Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér

SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×