Viðskipti erlent

OECD lækkar hagvaxtarspá sína

Sæunn Gísladóttir skrifar
Aðalhagfræðingur OECD segir alþjóðlegan hagvöxt fyrir árið valda sér áhyggjum.
Aðalhagfræðingur OECD segir alþjóðlegan hagvöxt fyrir árið valda sér áhyggjum. vísir/getty
Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur lækkað alþjóðlega hagspá sína fyrir árið 2015 niður í 2,9 prósent. Stofnunin býst hins vegar við 3,3 prósent hagvexti árið 2016. Ástæða lækkuninnar er vegna minni viðskipta en von var á, sem tengist sérstaklega efnahagsástandinu í Kína.

BBC greinir frá því að OECD hafi lækkað hagspá sína um 0,1 prósent frá því í september, sem sé nær krepputölum en von var á. Stofnunin býst við 2 prósent aukningu í alþjóða viðskiptum á árinu, samanborið við 3,4 prósent árið 2014. 

Aðalhagfræðingur OECD, Catherine Mann, segir ástandið valda miklum áhyggjum þar sem viðskipti og hagvöxtur haldist í hendur. OECD hefur lækkað hagspá sína fyrir árið 2015 um 1,2 prósent frá því að fyrsta hagspáin var lögð fram í nóvember á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×