Viðskipti erlent

HSBC íhugar að flytja höfuðstöðvarnar frá Bretlandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
HSBC mun ákveða hvort hann yfirgefi Bretland fyrir lok árs.
HSBC mun ákveða hvort hann yfirgefi Bretland fyrir lok árs. Vísir/AFP
HSBC bankinn íhugar að flytja höfuðstöðvar sínar frá Bretlandi. , Standard Life Investment, sem á eitt prósent í bankanum, styður flutningana í ljósi þess að HSBC sé ekki í bestri samkeppnisstöðu í Bretlandi. 

Fyrr á árinu tilkynnti HSBC að bankinn væri að íhuga flytja höfuðstöðvar sínar frá Bretlandi. Bankinn mun ákveða fyrir lok árs hvort hann ætli að yfirgefa London. Margir telja líklegt að Hong Kong verði fyrir valinu fyrir nýjar höfuðstöðvar. 

HSBC hefur verið með höfuðstöðvar sínar í London frá árinu 1992, mestu viðskipta bankans fara fram annars staðar og nemur asíumarkaðurinn 80 prósent af gróða bankans.

Árið 2010 skoðaði bankinn það einnig að yfirgefa Bretland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×