Körfubolti

Slæm skotnýting varð Borås að falli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jakob skoraði níu stig og tók fimm fráköst.
Jakob skoraði níu stig og tók fimm fráköst. mynd/facebook-síða borås basket
Borås Basket, lið Jakobs Arnar Sigurðarsonar, tapaði fyrir Malbas, 80-64, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Þetta var annað tap Borås í röð en liðið er í 4. sæti deildarinnar með 14 stig, sex stigum á eftir toppliði Sodertalje.

Jakob var ískaldur í skotunum í kvöld en hann hitti aðeins úr fjórum af 15 skotum sínum utan af velli. Landsliðsmaðurinn skoraði níu stig í leiknum og tók fimm fráköst.

Jakob var ekki eini leikmaður Borås sem náði sér ekki á strik í sókninni en liðið var aðeins með 36,8% skotnýtingu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×