Viðskipti erlent

Telur bandaríska hagkerfið tilbúið í vaxtahækkun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Janet Yellen er seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Janet Yellen er seðlabankastjóri Bandaríkjanna. vísir/epa
Janet Yellen, seðlabankastjóri bandaríska seðlabankans, sagði í gær að bandaríska hagkerfið væri tilbúið í stýrivaxtahækkun í mánuðinum. Því er talið nokkuð öruggt að hún muni hækka stýrivexti í mánuðinum.

Yellen sagði að hagkerfið væri á batavegi og að gengi almennt vel. Hún segir að engin endanleg ákvörðun verði tekin fyrr en á fundinum 15. og 16. desember. Hún sagði jafnframt að hækkun stýrivaxta væri ummerki þess hversu langt bandaríska hagkerfið hefur komist frá efnahagskreppunni árið 2008.

Bandaríski seðlabankinn hefur haldið stýrivöxtum nálægt núll í sjö ár, til þess að hvetja fyrirtæki og almenning til að taka lán. Með hækkun stýrivaxta mun hvatinn til þess að taka lán minnka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×