Handbolti

Óvíst hvað tekur við í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorgerður Anna í leik með Val.
Þorgerður Anna í leik með Val. vísir/stefán
Samningur Þorgerðar Önnu Atladóttur við þýska liðið Leipzig rennur út í sumar og er óvíst hvað tekur við hjá henni þá. Þjálfari liðsins hefur sýnt henni mikla biðlund og stuðning þann tíma sem hún hefur verið frá vegna meiðsla en engar formlegar viðræður um nýjan samning hafa átt sér stað.

Sjá einnig: Var erfitt að vakna á morgnana

„Það er yfirleitt á þessum árstíma sem viðræður fara af stað en þetta er harður heimur og þó svo að mér hafi verið tekið mjög vel hér þá skil ég þá hugsun vel að gera ekki nýja samning við meiðslapésann og fá einhvern annan góðan leikmann í staðinn,“ segir Þorgerður Anna.

„Liðið er eitt það besta í Evrópu og þarf einfaldlega að hafa fríska leikmenn í öllum stöðum. Ég er því ekki að reikna með neinu og ætla mér að nýta þau tækifæri sem ég fæ eftir áramót. En þetta situr vissulega í hausnum á mér og ég velti fyrir mér hvað sé best að gera.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×