Handbolti

Fyrsti leikur U18 í Þýskalandi í dag | Hægt að sjá leikina á netinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján Arason er annar þjálfari íslenska liðsins.
Kristján Arason er annar þjálfari íslenska liðsins. vísir/skjáskot
Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum átján ára og yngri er mætt til Merzig í Þýskalandi þar sem liðið er við keppni í Sparcassen Cup, en það er spilað milli jóla og nýárs.

Ísland er í riðli með Saar, Hollandi og Póllandi, en fyrsti leikur liðsins fer fram í dag. Þá mætir íslenska liðið Saar, en hægt er að fylgjast með beinum útsendingum hér.

Á morgun mætir svo Ísland Hollandi og Póllandi, en þá spila þeir tvo leiki sama daginn. Á þriðjudag er svo spilað um sæti, en leikmannahóp Íslands má sjá hér neðar í fréttinni.

Þjálfarar liðsins eru þeir þaulreyndu Kristján Arason og Einar Guðmundsson, en þeir hafa þurft að gera tvær breytingar á hópnum vegna meiðsla. Kristófer Dagur Sigurðsson og Mímir Sigurðsson komast ekki með vegna meiðsla, en þeir Jakob Martin Ásgeirsson og Sveinn Andri Sveinsson komu í þeirra stað.

Markmenn:

Andri Scheving – Haukar

Andri Ísak Sigfússon – ÍBV     

Vinstra horn:

Jakob Martin Ásgeirsson FH

Friðrik Hólm Jónsson – ÍBV       

Vinstri skytta:

Örn Östenberg – Kristianstad      

Arnar Freyr Guðmundsson – ÍR      

Bjarni Ó. Valdimarsson – Valur

Miðjumenn:

Gísli Þorgeir Kristjánsson – FH

Logi Snædal Jónsson – ÍBV        

Hægri skytta:

Teitur Örn Einarsson – Selfoss

Úlfur Gunnar Kjartansson – Þróttur

Hægra horn:

Markús Björnsson – Valur         

Jóhann Kaldal – Grótta                       

Línumenn:

Sveinn Jóhannsson – Fjölnir

Elliði Viðarsson – ÍBV         

Sveinn Andri Sveinsson ÍR​




Fleiri fréttir

Sjá meira


×