Handbolti

Fjögur íslensk mörk í tapi Aue

Anton Ingi Leifsson skrifar
Árni í leik með Akureyri.
Árni í leik með Akureyri. VÍSIR/GETTY
Íslendingarliðið EHV Aue tapaði með tveimur mörkum, 23-21, fyrir Vfl Bad Schwartau í þýsku B-deildinni í handbolta í dag. Fjögur íslensk mörk litu dagsins ljós.

Vfl Bad Schwartau leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 13-11, og í síðari hálfleik héldu þeir uppteknum hætti og unnu með tveimur mörkum, 23-21.

Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum og Árni Þór Sigtryggsson skoraði tvö úr sjö skotum. Bjarki Már Gunnarsson stóð vaktina í vörn Aue, en Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið.

Aue er í sjötta sæti deildarinnar með 25 stig, en VfL Scwartau er í níunda með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×