Körfubolti

Haukar komnir með nýjan Kana

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brandon Mobley spilaði í mjög sterkri deild í bandaríska háskólakörfuboltanum.
Brandon Mobley spilaði í mjög sterkri deild í bandaríska háskólakörfuboltanum. vísir/getty
Haukar eru búnir að finna og semja við eftirmann Stephen Madison sem var látinn fara frá liðinu fyrir síðasta leik ársins í Dominos-deild karla í körfubolta.

Haukar eru búnir að semja við annan Bandaríkjamann, Brandon Mobley, en hann spilaði með Seton Hall-skólanum í Big East-deildinni sem er ein af þeim sterkari í bandarísku háskólakörfunni.

Eins og reiknað var með voru Haukar að leita sér að stærri Kana en Mobley er 205 cm hár og um 100 kíló. „Ljóst var að það þurfti sterkari leikmann í kringum teiginn, bæði í sókn og vörn,“ segir á heimasíðu Hauka sem greinir frá félagaskiptunum.

Mobley spilaði í þrjú ár með Seton Hall og var á síðustu leiktíð með 9,8 stig að meðaltali í leik og fimm fráköst.

Haukar eru í sjötta sæti Dominos-deildar karla eftir fyrri umferðina með fjórtán stig líkt og Þór, Njarðvík og Stjarnan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×