Fjögur frábær ráð til að losna við kviðfitu Gunnar Már Kamban skrifar 23. janúar 2015 11:00 Er bumban vandamál? Vísir/Getty Eins óskemmtileg og kviðfita (bumba) er þá er hún í raun ekki stóra vandamálið heldur er það fitan sem safnast innan í okkur í kviðarholinu sem er verst, að minnsta kosti hvað heilsuna varðar. Það er sú fita sem er undanfari hættulegra lífsstílssjúkdóma. Algengasta ráðið gegn kviðfitu er: gerðu magaæfingar. Þú losnar ekki við kviðfitu með því að gera magaæfingar, það er alveg ljóst. Að losna við kviðfitu sem og aðra fitu hefst með breyttu mataræði og venjum, nefnilega þessum hér.1. Dragðu úr sykurneyslu Þegar þú borðar og drekkur sykraðar vörur í óhófi ræður lifrin ekki við það og neyðist til að breyta sykrinum beint í fitu. Rannsóknir sýna að óhóflegt magn sykursins frúktósa ýtir undir fitusöfnun, sérstaklega á kviðnum. Nákvæmlega það er talið vera valdur að því að lifrin „fitnar“ sem leiðir síðan til efnaskiptasjúkdóma eins og áunninnar sykursýki. Stórminnkaðu neyslu á sælgæti, sykruðum drykkjum og ávaxtasöfum. Heilir ávextir eru allt annað mál, borðaðu þá.2. Trefjarík fæða Það er rétt að trefjar geta hjálpað okkur að léttast en það eru tvær tegundir af trefjum og það eru sérstaklega þær vatnsleysanlegu sem eru málið gegn kviðfitu. Þær geta beinlínis minnkað matarlyst og sykurlöngun. Þetta gerist þannig að þegar við borðum trefjarnar þá verða þær að eins konar geli sem liggur í meltingarfærunum og hægir á meltingarferlinu sem veitir okkur lengri mettun og þar með minni svengd. Vatnsleysanlegar trefjar finnurðu aðallega í ávöxtum og grænmeti ásamt grófari útgáfum af höfrum.Þessi matur er heppilegur þegar losna skal við aukakílóinVísir/Getty3. Borðaðu fitu og prótein Prótein hefur hæst mettunargildi allra næringarefna sem þýðir að þú verður saddari þegar þú borðar prótein en t.d. kolvetni. Lykillinn er að velja lítið unnin gæðaprótein frá kjöti, fiski og eggjum. Keyptu t.d. heilan fisk eða flök í stað þessa að kaupa tilbúna fiskrétti í sósu. Fitan er einnig mikilvæg en margir gera þau mistök að skera á hana um of. Passaðu að hún sé til staðar daglega. Frábærir kostir eru t.d. kókosolía, ólífuolía, lárperur, hnetur og feitur fiskur.4. Svefninn mikilvægur Það er gríðarlega vanmetið að sofa vel og það hefur verið talinn kostur að sofa sem minnst. Þegar þú skuldar svefn borðarðu meira. Ástæðan er að þreyta eykur framleiðslu á hormóninu ghrelin sem ýtir undir svengd og sykurlöngum. Ónógur svefn veldur einnig ójafnvægi á öðru hormóni sem heitir kortisól, sem talið er að auki líkur á offitu. Leggðu áherslu á svefn og náðu að lágmarki sjö tíma svefni. Heilsa Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Eins óskemmtileg og kviðfita (bumba) er þá er hún í raun ekki stóra vandamálið heldur er það fitan sem safnast innan í okkur í kviðarholinu sem er verst, að minnsta kosti hvað heilsuna varðar. Það er sú fita sem er undanfari hættulegra lífsstílssjúkdóma. Algengasta ráðið gegn kviðfitu er: gerðu magaæfingar. Þú losnar ekki við kviðfitu með því að gera magaæfingar, það er alveg ljóst. Að losna við kviðfitu sem og aðra fitu hefst með breyttu mataræði og venjum, nefnilega þessum hér.1. Dragðu úr sykurneyslu Þegar þú borðar og drekkur sykraðar vörur í óhófi ræður lifrin ekki við það og neyðist til að breyta sykrinum beint í fitu. Rannsóknir sýna að óhóflegt magn sykursins frúktósa ýtir undir fitusöfnun, sérstaklega á kviðnum. Nákvæmlega það er talið vera valdur að því að lifrin „fitnar“ sem leiðir síðan til efnaskiptasjúkdóma eins og áunninnar sykursýki. Stórminnkaðu neyslu á sælgæti, sykruðum drykkjum og ávaxtasöfum. Heilir ávextir eru allt annað mál, borðaðu þá.2. Trefjarík fæða Það er rétt að trefjar geta hjálpað okkur að léttast en það eru tvær tegundir af trefjum og það eru sérstaklega þær vatnsleysanlegu sem eru málið gegn kviðfitu. Þær geta beinlínis minnkað matarlyst og sykurlöngun. Þetta gerist þannig að þegar við borðum trefjarnar þá verða þær að eins konar geli sem liggur í meltingarfærunum og hægir á meltingarferlinu sem veitir okkur lengri mettun og þar með minni svengd. Vatnsleysanlegar trefjar finnurðu aðallega í ávöxtum og grænmeti ásamt grófari útgáfum af höfrum.Þessi matur er heppilegur þegar losna skal við aukakílóinVísir/Getty3. Borðaðu fitu og prótein Prótein hefur hæst mettunargildi allra næringarefna sem þýðir að þú verður saddari þegar þú borðar prótein en t.d. kolvetni. Lykillinn er að velja lítið unnin gæðaprótein frá kjöti, fiski og eggjum. Keyptu t.d. heilan fisk eða flök í stað þessa að kaupa tilbúna fiskrétti í sósu. Fitan er einnig mikilvæg en margir gera þau mistök að skera á hana um of. Passaðu að hún sé til staðar daglega. Frábærir kostir eru t.d. kókosolía, ólífuolía, lárperur, hnetur og feitur fiskur.4. Svefninn mikilvægur Það er gríðarlega vanmetið að sofa vel og það hefur verið talinn kostur að sofa sem minnst. Þegar þú skuldar svefn borðarðu meira. Ástæðan er að þreyta eykur framleiðslu á hormóninu ghrelin sem ýtir undir svengd og sykurlöngum. Ónógur svefn veldur einnig ójafnvægi á öðru hormóni sem heitir kortisól, sem talið er að auki líkur á offitu. Leggðu áherslu á svefn og náðu að lágmarki sjö tíma svefni.
Heilsa Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira