Viðskipti erlent

Ítalir kæra rangar tölur um eyðslu fólksbíla

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Evrópsku neytendasamtökin BEUC vonast eftir nýjum Evrópureglum um mælingar á eldsneytiseyðslu árið 2017.
Evrópsku neytendasamtökin BEUC vonast eftir nýjum Evrópureglum um mælingar á eldsneytiseyðslu árið 2017.
Ítölsku neytendasamtökin Altroconsumo fara fyrir hópmálsókn á hendur bílaframleiðendum sem sagðir eru hafa gefið rangar upplýsingar um eldsneytiseyðslu bíla sinna.

Á vef Neytendasamtakanna segir að málið hafi verið þingfest fyrir helgi.

Framleiðendurnir eru sagðir hafa haldið fram 20 til 50 prósentum minni eyðslu en raunin var.

„Bílarnir sem voru prófaðir voru Fiat Panda 1.2 og Volkswagen Golf 1.6 TDI,“ segir á vef ns.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×