Viðskipti erlent

Hlutabréf á niðurleið í Evrópu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hrun var á mörkuðum í Japan og búist er við lækkunum vestanhafs líka.
Hrun var á mörkuðum í Japan og búist er við lækkunum vestanhafs líka. Vísir/EPA
Hlutabréfaverð í Evrópu hefur lækkað í dag en í nótt hríðféllu markaðir í Japan. FTSE 100 vísitalan fór í dag niður í það sem hún var í nóvember árið 2012. 

FTSE hafði eftir hádegi lækkað um 1,3 prósent, eða 5.613 punkta. Gengi bréfa í Deutche Bank hafa lækka um þrjú prósent í viðskiptum dagsins en evrópska bankavísitalan hefur lækkað um 3,4 prósent.

Eins og Vísir sagði frá í morgun lækkaði Nikkei 225 vísitalan í Japan um 5,4 prósent í dag eða um 918,86 stig. Vísitalan hefur ekki lækkað meira á einum degi síðan á miðju ári 2013.

Markaðir opna í Bandaríkjunum nú innan skamms og hafa greiningaraðilar spáð lækkunum þar eins og annars staðar. 






Tengdar fréttir

Hlutabréfahrun í Japan

Nikkei 225 vísitalan hefur ekki lækkað meira á einum degi í þrjú ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×