Viðskipti erlent

Adele söluhæsti tónlistarmaður síðasta árs

Sæunn Gísladóttir skrifar
Úr myndbandi Adele við lagið Hello.
Úr myndbandi Adele við lagið Hello. skjáskot
Söngkonan Adele var söluhæsti tónlistarmaður síðasta árs samkvæmt International Federation of the Phonographic Industry. 

Yfir fimmtán milljón eintök seldust af plötu hennar 25 á síðasta ári, frá útgáfunni í nóvember, þar af seldust 2,65 milljón eintaka í Bretlandi.

Velgengni söngkonunnar fór varla framhjá mörgum. Fyrsta lagi plötunnar, Hello, var halað niður milljón sinnum í Bandaríkjunum á einni viku. Yfir 1,11 milljón eintök seldust af Hello samkvæmt Billboard. 

Hello var fyrsta smáskífa Adele til að komast beint á toppinn á vinsældalista í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Platan frá Adele hefur selst í fleiri eintökum en FIFA 16

Adele sló rækilega í gegn undir lok ársins og sló hún hvert metið á fætur öðru með plötunni sinni 25. Platan er mest selda afþreyingarefni ársins 2015 og seldi hún fleiri eintök en FIFA 16 tölvuleikurinn sem kom einnig út á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×