Viðskipti erlent

Sýrlensk flóttabörn starfandi í verksmiðjum H&M og Next

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sýrlensk börn hjúfra sig að móður sinni eftir flótta til Istanbúl í Tyrklandi.
Sýrlensk börn hjúfra sig að móður sinni eftir flótta til Istanbúl í Tyrklandi. Vísir/AFP
Tískufyrirtækin H&M og Next hafa viðurkennt að sýrlensk flóttabörn hafi verið að vinna í verksmiðjum þeirra í Tyrklandi. Talið að er að börnin gætu verið að vinna fyrir fjölda annarra tískufyrirtækja. Independent greinir frá þessu. 

Í Tyrklandi er fjöldi fatafyrirtækja með framleiðslu, meðal annars Topshop, Burberry, Marks & Spencer og Asos.

Í Tyrklandi býr stærsti hópur sýrlenskra flóttamanna, eða um 2,5 milljónir manna. Hundruði þúsunda Sýrlendinga vinnur fyrir lágmarkslaun sem nema um 60 þúsund krónum á mánuði í Tyrklandi. Mörg börn eru einnig við störf þrátt fyrir lög sem kveða á um bann við það. 

Breski Rauði Krossinn spurðist fyrir meðal 28 tískufyrirtækja í síðasta mánuði um tyrkneskar verksmiðjur þeirra og hvað fyrirtækin væru að gera til að koma í veg fyrir misnotkun á sýrlensku vinnuafli.

H&M og Next voru einu fyrirtækin sem viðurkenndu að þau hefðu fundið börn við störf í verksmiðjum sínum á árinu 2015. Fyrirtækin segjast vera að vinna gegn þessu og beiti sér fyrir því að börnin komist aftur í skóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×