Körfubolti

Leik lokið: Snæfell - Stjarnan 94-102 | Justin með stórleik á gamla heimavellinum

Arnór Óskarsson í Stykksihólmi skrifar
Justin átti stórleik á gamla heimavellinum.
Justin átti stórleik á gamla heimavellinum. Vísir/Anton
Stjarnan komst upp í 2. sæti Domino's deildar karla í körfubolta með átta stiga sigri, 94-102, á Snæfelli í næstsíðustu umferð deildarinnar í kvöld.

Stjörnumenn eru komnir með 28 stig en Keflvíkingar geta endurheimt 2. sætið með sigri á ÍR á morgun. Stjarnan og Keflavík mætast svo í lokaumferð deildarinnar á fimmtudaginn.

Snæfell er enn í 8. sæti með 16 stig. Í lokaumferðinni fara Hólmarar til Þorlákshafnar og mæta Þórsurum. Með sigri gulltryggja þeir sér sæti í úrslitakeppninni. Tapi liðið hins vegar verður það að treysta á að Grindavík tapi fyrir Njarðvík.

Justin Shouse átti stórleik á gamla heimavellinum, skoraði 28 stig, tók 11 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Al'lonzo Coleman átti einnig flottan leik og skilaði 26 stigum og 11 fráköstum.

Sherrod Wright var eins og svo oft áður atkvæðamestur í liði Snæfells með 33 stig og sjö fráköst.

Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.

Tölfræði leiks:

Snæfell-Stjarnan 94-102 (26-23, 27-25, 24-33, 17-21)

Snæfell: Sherrod Nigel Wright 33/7 fráköst/5 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 23/4 fráköst/5 stoðsendingar, Viktor Marínó Alexandersson 14, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/7 fráköst/3 varin skot, Þorbergur Helgi Sæþórsson 8, Jóhann Kristófer Sævarsson 2, Baldur Þorleifsson 0, Jón Páll Gunnarsson 0.

Stjarnan: Justin Shouse 28/11 fráköst/7 stoðsendingar, Al'lonzo Coleman 26/11 fráköst, Marvin Valdimarsson 13/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 10/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 6/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Magnús Bjarki Guðmundsson 2, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Ragnar Björgvin Tómasson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0.

Bein lýsing: Snæfell - Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×