Körfubolti

Verður "fallið" fararheill fyrir Justin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Verðlaunin hans Justins.
Verðlaunin hans Justins. Vísir/Vilhelm og Instagram-síða KKÍ
Justin Shouse var í dag valinn í úrvalslið seinni hluta Donmino´s deildar karla í körfubolta en hann er leikstjórnandi Stjörnuliðsins sem náði öðru sætinu í deildinni.

Justin Shouse fékk verðlaunin afhent í dag eins og hinir fimm í úrvalsliðinu en verðlaunin hans Justins voru þó ekki í heil lagi lengi.

Justin varð nefnilega fyrir því óláni að missa verðlaunin sín í gólfið og þau mölbrotnuðu. KKÍ brást vel við þessu og ætlar að redda nýjum verðlaunum fyrir kappann.

Justin Shouse er á sínu tíunda ári í úrvalsdeildinni og á sínu ellefta á Íslandi en hann á enn eftir að kynnast því að verða Íslandsmeistari.  Justin vann bikarinn í fjórða sinn á síðustu leiktíð og hann

Nú er að sjá hvort "fall" verðlaunanna hans Justins í dag verði faraheill fyrir Justin Shouse og hans lið í úrslitakeppninni.

Stjarnan mætir Njarðvík í átta liða úrslitunum og er fyrsti leikurinn í Ásgarði á föstudagskvöldið.

Hér fyrir neðan má sjá ástandið á verðlaunum Justins eftir flugferðina.

#turnover @shousey12 #korfubolti

A photo posted by Körfuknattleikssamband Íslands (@kkikarfa) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×