Körfubolti

Stuðningsmaður Grindavíkur sendi sms á Teit og bað hann um að taka við liðinu: „Langar að gráta yfir gengi liðsins“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Teitur Örlygsson er upptekinn.
Teitur Örlygsson er upptekinn. vísir/valli
„Góðan daginn Teitur. Nemanja (Nemó) heiti ég og er úr Grindavík. Ég hef fylgst mikið með körfuboltanum þetta tíma og í fullri hreinskilni þá langar mér bara að gráta yfir gengi liðsins.“ Svona hefst sms-skilaboð sem Grindvíkingurinn Nemanja Latinovic sendi á Teit Örlygsson, aðstoðarþjálfara Njarðvíkur þann 9. mars síðastliðinn.

Grindvíkingar hafa ekki náð sér á strik í vetur og rétt komust inn í úrslitakeppnina í lokaumferðinni en liðið hafnaði í áttunda sæti deildarinnar og mætir það KR í fyrstu umferðinni í næstu viku.

„Ég er hér sem stuðningsmaður Grindavíkur formlega að biðja þig um að koma bara og redda málunum fyrir okkur. Get lofað þér fullum stuðningi frá fólkinu og hef trú að þú myndir skila þínu. Virðingafyllst Nemanja, Grindavík,“ segir Nemó að lokum. Hann setti inn tíst í gærkvöldi þar sem sjá mátti skjáskot af samskiptum hans við Teit.

„Sæll, þetta tímabil er ekki búið og ég er upptekinn með Njarðvík, kv. TÖ,“ fékk Nemó til baka frá Teiti en Nemó var sáttur með að hafa í það minnsta reynt.


Tengdar fréttir

Úrslitakeppnin hefst í Vesturbænum og í Keflavík

Stefán Þór Borgþórsson, mótastjóri KKÍ, hefur sent frá sér leikjadagskrá úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en í gær varð það ljóst hvaða lið munu mætast í átta liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×