Handbolti

Skotsýning í boði Egils

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Egill skoraði átta mörk í dag.
Egill skoraði átta mörk í dag. vísir/ernir
Unglingalandsliðsmaðurinn Egill Magnússon bauð upp á skotsýningu þegar Team Tvis Holstebro tapaði fyrir franska liðinu Nantes, 27-28, í lokaumferð riðlakeppni EHF-bikarsins í handbolta í dag.

Egill skoraði átta mörk úr tólf skotum og var markahæstur í liði Holstebro. Sigurbergur Sveinsson lék ekki með liðinu í dag.

Leikurinn í dag skipti engu máli fyrir danska liðið sem var þegar úr leik. Holstebro endar í 3. sæti B-riðils með sex stig en Nantes og Göppingen frá Þýskalandi fara áfram í 8-liða úrslit.

Egill skoraði alls 12 mörk í riðlakeppninni, tveimur mörkum meira en Sigurbergur. Garðbæingurinn ungi er á sínu fyrsta tímabili með Holstebro en hann kom til liðsins frá Stjörnunni síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×